Heimsmarkaðsverð á áli heldur áfram að lækka og var við lokun markaða LME í gær á 1.296 dollara tonnið. Er þetta lægsta verð sem sést hefur á áli síðan í ársbyrjun 1999. Þá fór verðið reyndar lægst í um 1.150 dollara tonnið í lok febrúar.

Er þetta gríðarleg breyting frá því sem var í 15. júlí 2008 þegar skráð verð á áli á LME fór í 3.291,5 dollara tonnið. Síðan hefur álverðið verið á nær stöðugri niðurleið. Ástæðan er rakin til minnkandi eftirspurnar vegna þeirra efnahagskreppu sem nú ríður yfir heimsbyggðina.