Andri Snær Magnason, rithöfundur, hefur boðað til opins fundar í Þjóðleikhúsinu á morgun og mun hann þar kynna framboð sitt til forseta Íslands. Fréttastofa RÚV greinir frá.

Andri Snær hefur verið ötull umhverfissinni undanfarin ár og barist fyrir náttúruvernd, auk þess sem hann hefur skrifað bækur, ljóð og leiðrétt.

Fram kemur í tilkynningu frá Andra Snæ að á fundinum ætli hann að deila hugmyndum sínum um land, þjóð og tungu. Ef heimildir fréttastofu RÚV eru réttar mun hann jafnframt tilkynna framboð sitt.

Annar rithöfundur, Þorgrímur Þráinsson, tilkynnti um helgina að hann hyggðist draga forsetaframboð sitt til baka.