AP-fréttastofan á nú í harðvítugum deilum við bloggara um notkun á fréttum sínum.

AP sendi lítilli, sjálfstæðri fréttaveitu boð um að taka niður ákveðið efni af síðu sinni þar sem notkun á því félli utan skilgreiningarinnar á því er kallast „sanngjörn” notkun [e. fair use].

Guardian segir frá þessu í dag.

Lögfræðingar AP halda því fram að í sex tilvikum hafi fréttaveitan Drugde Retort – sem er frétt Guardian sögð vinstrisinnuð útgáfa hinnar þekktu Drudge Report – hafi notað efni frá AP með ólögmætum hætti. Í einu tilfelli hafi til að mynda 18 orða setning verið notuð beint úr frétt um Hillary Clinton, og síðar 32 orða tilvitnun í Clinton sem var einnig úr fréttinni.

Samkvæmt yfirmanni hugverkastjórnunar AP er notkunin ekki sanngjörn, þar sem fyrirsagnir og fyrstu setningar langra frétta eru notaðar en síðan bæta notendur Drugde Retort einungis aftan við.

Stofnandi Drugde Retort segir notkun fréttatexta með hlekk á aðalfréttina „sé ein aðalleiða nútímanetnotenda við að lesa og meta fréttir.”