British Airways hefur afbóka lendingarheimildir í Keflavík næsta mánuðinn að því er fram kemur á mbl.is . Ennfremur hefur Czech Airlines hafi tekið úr sölu allar ferðir hingað til lands. Óvissa ríkir nú um flug annarra félaga til landsins eins og EasyJet , Norwegian , Vueling , Wizz Air o.fl.

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, er ómyrkur í máli í færslu sem hann birtir á Facebook .

„Flugfélög hætta við að fljúga til Íslands og stórar erlendar ferðaskrifstofur afbóka ferðir marga mánuði fram í tímann," skrifar Jóhannes Þór. „Þessir stóru og gríðarmikilvægu viðskiptavinir íslenskrar ferðaþjónustu koma ekki aftur eins og hendi sé veifað um leið og stjórnvöldum þóknast að slaka á landamæralokuninni á ný. Tjónið er gífurlegt, ekki einungis fjárhagslegt heldur einnig á orðspori, trausti og trúverðugleika Íslands sem áfangastaðar. Árangrinum og þeirri jákvæðni gagnvart Íslandi sem var byggð upp með mikilli vinnu í júní hefur verið kastað á glæ."