Miklar arðgreiðslur Orkuveitu Reykjavíkur fólu í sér að lántökur voru hærri þær hefðu ella þurft að vera. Með arðgreiðslunum sköpuðu eigendur fyrirtækinu áhættu og má færa fyrir því rök að arðgreiðslurnar hafi verið fjármagnað með lánum í erlendri mynt vegna umsvifamikilla framkvæmda og sem voru fjármagnaðar með erlendri mynt. Þetta kemur fram ályktunum í skýrslu úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur sem birt var fyrir skömmu.

Ekki miðað við afkomu

Greiðslur til eigenda voru ekki miðaðar við afkomu fyrirtækisins heldur lengst af ákveðnar sem föst tala sem var uppfærð miðað við vísitölu neysluverðs.

„Endurspeglast þetta meðal annars í því að árið 2009, þegar óráðstafað eigið fé Orkuveitu Reykjavíkur er neikvætt, var allt að einu tekin ákvörðun um arðgreiðslur út úr fyrirtækinu. Einnig sýnir samanburður á úttektum eigenda við arðsemi eigin fjár, skort á samhengi greiðslnanna og ávöxtunar eigin fjár,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þess má geta að Hanna Birna Kristjánsdóttir var borgarstjóri Reykjavíkur, helsta eiganda Orkuveitunnar, árið 2009.

„Má því halda því fram að miklar arðgreiðslur, til viðbótar við fjárfrekar fjárfestingar, séu stór liður í skuldasöfnun fyrirtækisins og um leið ein ástæða núverandi fjárhagslegrar stöðu Orkuveitunnar. Samantekið hafa eigendurfengið greiðslur sem nema 16.334 millj.kr. á árslokaverðlagi ársins 2010 ásama tíma og samanlögð afkoma fyrirtækisins frá árinu 2002 er neikvæð
um 50.058 millj.kr. á meðalverðlagi ársins 2010,“ segir enn fremur í skýrslunni.

Óeðlilegar ákvarðanir um arð

Að áliti nefndarinnar er það óeðlilegt að tekin sé ákvörðun um greiðslu arðs sem er ótengd afkomu rekstrarins og fjárhagslegri stöðu hvers árs eins og framkvæmd greiðslnna til eigenda hefur verið á úttektartímabilinu.

Í áliti nefndarinnar segir enn fremur að frá stofnun hafi eigendur ekki mótað heildarstefnu um arðgreiðslur. Það hafi ekki verið gert fyrr en með eigendastefnu sem var samþykkt á fundi Orkuveitunnar í júní 2012. Að mati nefndarinnar er sú stefna til bóta en fjallað er um arðstefnu fyrirtækisins og tekið fram að fyrirtækið skuli skila eigendum ávöxtun á eigið fé í samræmi við þá áhættu sem fólgin er í rekstri og fjármögnun fyrirtækisins.