Heildarverðmæti af sölu málverka í fyrra hefur aldrei verið meiri hérlendis, að því er fram kemur í rannsókn Einars Arnar Gunnarssonar viðskiptafræðings sem kynnt hefur sér íslenskan myndlistarmarkað. Hann segir að heildarfjöldi seldra verka í fyrra hafi verið sá mesti síðan árið 1997 og meðalverð verka hærra en á nokkru einstöku samanburðarári.

"Árið 2007 var metár fyrir málverkasölu á Íslandi og myndlistarmarkaðurinn hérlendis hefur tvímælalaust jafnað sig eftir áralanga niðursveiflu," segir Einar Örn gunnarsson í Viðskiptablaðinu í dag.