Höskuldur Ólafsson, bankastjóri Arion banka, settist í bankastjórastólinn sumarið 2010, en hann var áður forstjóri Valitor. Arion banki er eitt stærsta fyrirtæki landsins með fjölbreytta starfsemi og þess vegna í mörg horn að líta fyrir Höskuld.

„Mér finnst það alveg koma til greina þegar við erum að velta fyrir okkur eignarhaldi á bankanum. Þá er náttúrulega einn augljós möguleiki skráning í kauphöll, vissulega,“ segir Höskuldur spurður að því hvort skráning í Kauphöllina sé raunhæfur möguleiki fyrir bankann.

„Ég held að það sé til skemmri tíma flókið mál. Það eru áform um að selja mjög stóra hluti í öllum bönkunum. Það er kannski erfitt að koma öllu þessu fyrir á sama tíma. Menn þurfa bara að horfa til þess og vera raunsæir í því. Ég myndi horfa til þess að við gætum verið skráð í kauphöll,“ segir hann.

Höskuldur er í ítarlegu viðtali í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .