*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 15. maí 2013 11:16

Arnór Sighvatsson: Getum vel við unað

Aðstoðarseðlabankastjóri segir íslenska hagkerfið hafa tekið betur við sér en viðskiptalöndin.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

„Við getum vel við unað,“ segir Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri um hagvöxt hér í alþjóðlegum samanburði. Hann benti á það á fundi sem nú stendur yfir í Seðlabankanum þar sem gerð er grein fyrir vaxtaákvörðun Peningastefnunefndar bankans, að hagvöxtur hafi hér á landi verið talsvert meiri frá árinu 2011 en í viðskiptalöndunum, hann sé jafnvel meiri en meðalhagvöxtur á Íslandi síðastliðna þrjá áratugi.

„Ekki getur það talist slakt enda erum við að koma upp úr mjög djúpum dal. Ísland hefur að jafnaði tekið betur við sér eftir samdráttarskeið. Það lá einnig við að þessu sinni,“ sagði hann en benti á að hafa verði í huga að enn er efnahagslægð í viðskiptalöndunum og gengur þar illa að auka hagvöxt.