*

þriðjudagur, 20. október 2020
Innlent 3. apríl 2014 17:41

Ásdís: Sæðið var tollað í Keflavík

Ásdís Halla Bragadóttir hélt erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í dag um fákeppni í heilbrigðisþjónustu á Íslandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Ásdís Halla Bragadóttir stjórnarformaður Sinnum hélt erindi á ársfundi Samtaka atvinnulífsins í dag.

Þar gagnrýndi Ásdís harkalega fákeppni í heilbrigðisrekstri á Íslandi, ríkiseinokun og hindranir í greininni.

Ásdís tók dæmi af danskri konu sem kom til Íslands fyrir nokkru til að fara í tæknifrjóvgun. Konan kom með sæði til landsins og var stöðvuð í Keflavik og var lagður tollur á sæðið. 

Eftir töluverð samskipti við yfirvöld fékkst tollurinn endurgreiddur. En þá stöðvuðu önnur yfirvöld endurgreiðsluna til konunnar. Seðlabankinn á grundvelli laga um gjaldeyrishöft.

Að sögn Ásdísar liggur endurgreiðslan ennþá hjá læknastöðinni sem framkvæmdi tæknifrjóvgunina.