Ásgeir Jónsson hefur nú farið í fulla stöðu sem lektor við hagfræðideild Háskóla Íslands en jafnframt mun hann sinna efnahagsráðgjöf fyrir GAM Management [GAMMA]. GAMMA hefur á undanförnum misserum veitt fjölmörgum fyrirtækjum, innlendum og erlendum, sem og opinberum aðilum ráðgjöf. Ásgeir kemur að þeirri vinnu ásamt öðrum starfsmönnum GAMMA.

Ásgeir var ráðinn til Greiningardeildar Kaupþings (þá KB banka) árið 2004 og varð forstöðumaður 2006 og hefur einnig gengt þeirri stöðu fyrir Arion banka. Samhliða hefur hann verið hlutastarfi sem lektor við Háskóla Íslands og kennt meðal annars peningamálahagfræði, alþjóðafjármál, borgarhagfræði og fjármálahagfræði. Arion banki tilkynnti svo í morgun að Ásgeir hefði sagt starfi sínu lausu og Ásdís Kristjánsdóttir taki við starfi hans.