Halldór Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, segir að það muni ekki draga úr eðlilegum sveigjanleika vinnumarkaðarins þótt atvinnurekendum verði gert skylt að rökstyðja uppsagnir. Hann kveðst undrast harkaleg viðbrögð við tillögum Alþýðusambandsins um rökstuddar uppsagnir. Tillögurnar eru meðal megináherslna ASÍ í komandi kjaraviðræðum. Samtök atvinnulífsins eru andvíg tillögunum og telja fullgildingu þeirra draga úr sveigjanleika á íslenskum vinnumarkaði.

Halldór segir í samtali í helgarútgáfu Viðskiptablaðið að í öllum nágrannalöndum okkar séu lög eða reglur sem eigi að tryggja réttarstöðu starfsmanna gagnvart ólögmætum og ósanngjörnum uppsögnum.