Ísland gerðist aðili að Evrópska einkaleyfasamningnum 1. nóvember 2004. Ásta Valdimarsdóttir, forstjóri Einkaleyfastofunnar, hefur verið fulltrúi Íslands í framkvæmdaráði Evrópsku einkaleyfastofunnar frá þeim tíma.

Á síðasta fundi framkvæmdaráðsins, í desember 2007, var Ásta Valdimarsdóttir kosin í fimm manna stjórn

Evrópsku einkaleyfastofunnar, á sama fundi var Ásta einnig kosin í stjórn Evrópsku einkaleyfaakademíunnar að því er kemur fram á stjórnarráðsvefnum.

Þátttaka í ofangreindum stjórnum veitir tækifæri til að hafa áhrif á þróun einkaleyfamála í Evrópu sem mun væntanlega nýtast Einkaleyfastofunni og hagsmunum Íslands á þessum vettvangi.