Bandaríska tölvuleikjafyrirtækið Atari hefur óskað eftir greiðslustöðvun í samræmi við gjaldþrotalög. Það sama á við um dótturfyrirtæki sem undir Atari heyra.

Atari er eitt af þekktustu tölvuleikjafyrirtækjum í heimi og framleiddi m.a. leiki fyrir spilakassa í spilasölum í árdaga tölvuleikjanna. Fyrirtækið var stofnað árið 1972 og kannast vafalítið margir sem eru komnir um og yfir miðjan aldur við borðtennnisleikinn Pong, sem sló í gegn um miðjan áttunda áratug síðustu aldar.

Hér á skoða myndbrot úr leiknum Pong.