Almannatengslafyrirtækið Athygli ehf. tapaði 4,4 milljónum króna í fyrra, en hafði skilað 7,5 milljóna króna hagnaði árið 2014. Ársreikningur fyrirtækisins er samandreginn, en þar kemur fram að rekstrartap fyrir afskriftir hafi numið 3,3 milljónum í fyrra, samanborið við 10,5 milljóna króna hagnað árið á undan.

Tap fyrir skatta nam 4,4 milljónum króna í fyrra, en hagnaður fyrir skatta nam 9,4 milljónum króna árið 2014.

Eignir námu í árslok 40,7 milljónum króna og þar af voru veltufjármunir 30,3 milljónir. Skuldir drógust saman um 3,8 milljónir króna á milli ára og námu 21,6 milljón um síðustu áramót. Eigið fé nam 19 milljónum króna.