Aðfararnótt sunnudagsins 2. september er áætlað að samband rofni um FARICE-1 sæstrenginn í u.þ.b. tvo klukkutíma, á tímabilinu kl. 04:00-07:00, að því er fram kemur í tilkynningu.

Þetta er vegna vinnu þjónustuaðila Farice við ljósleiðarastreng í Skotlandi.

Viðskiptavinir Farice eru almennt einnig tengdir um CANTAT-3 sæstrenginn, og er því ekki búist við alvarlegum truflunum á fjarskiptum vegna þessa rofs, segir í tilkynningu.