Atvinnuleysi á evrusvæðinu mældist 8% í desember og hefur ekki verið hærra í rúm 2 ár en atvinnuleysið mældist 7,9% í nóvember síðastliðnum.

Þetta kemur fram á vef Reuters fréttastofunnar en mest mælist atvinnuleysið á Spáni eða 14,4%.

Þá mælist lægsta atvinnuleysið í Hollandi eða 2,7% og í Austurríki mælist það 3.9%.

Á meðan atvinnuleysið mælist í hámarki lækkar verðbólgan en í janúar mældist 12 mánaða verðbólga 1,1% og hefur ekki verið jafn lág í nærri áratug en 12 mánaða verbólga í desember mældist 1,6%.