Stjórn Icelandair Group hf. ákvað í dag að fara í opið hlutafjárútboð til þess að hækka hlutafé félagsins um 500 - 1.059 milljónir hluti.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair Group en verð hvers hlutar verður 2,5. Við lok markaða í dag nam gengi bréfa í félaginu 3,7.

Fram kemur í tilkynningunni að stjórn félagsins muni ákveða úthlutun hluta þegar áskriftartímabili er lokið. Lágmarksáskrift er 10.000 hlutir.

Allir núverandi starfsmenn samstæðunnar munu hafa forgangsrétt að 160.000.000 hlutum og allir núverandi hluthafar hafa forgangsrétt að 799.000.000 hlutum.