Tap deCODE Genetics á þriðja ársfjórðungi nam 12,5 m. dollara samanborið við 1,3 m. dollara á sama tíma í fyrra. Aukinn taprekstur skýrist einkum af lægri tekjum samanborið við sama tíma í fyrra, auknum vaxtagjöldum og auknum þróunarkostnaði vegna þróunar á lyfjum félagsins. Í samanburði við síðasta ár verður þó að hafa í huga að þróunarkostnaður félagsins lækkaði skarpt í fyrra vegna einskiptis bókhaldslegrar aðgerðar að fjárhæð 3,2 m. dollara.

Sjóðstaða félagsins er góð, um 215 m. dollara, en skuldabréfaútboð félagsins fyrr á þessu ári bætti sjóðstöðuna. Í tilkynningu félagsins í gær kom fram að félagið gekk á sjóði félagsins fyrir um 3,3 m. dollara til fjármögnunar á rekstri fyrstu níu mánaða ársins