Bandarískir tundurspillar hafa siglt í nálægð við rif og eyjar sem Kínverjar hafa komið sér upp aðstöðu í á umdeildu hafsvæði við Suður Kínahaf. Eru þessar siglingar taldar líklegar til þess að auka á spennu á svæðinu en 12. júlí næstkomandi mun gerðardómur í Hollandi dæma um kröfur Kínverja og Filippseyja um tilkall til hafsvæðisins.

Neita að viðurkenna dóminn

Kínverjar hafa neitað að viðurkenna úrskurð dómsins sem Bandaríkin fara fram á að verði bindandi, og hann sé mikilvæg prófraun á hvort Kína sé tilbúið að hlýta alþjóðalögum.

Siglingarnar fóru þó ekki innan 12 sjómílna frá eyjunum sem hefði þurft á samþykki stjórnvalda á eyjunum að halda, en silgt var í um 14 til 20 sjómílna fjarlægð frá eyjunum.

Flugmóðurskipið USS Ronald Reagan hefur einnig verið á ferð á svæðinu undanfarnar vikur, en vænt er aukinnar spennu á svæðinu í kjölfar úrskurðarins í næstu viku.