Forráðamenn íslenskra fyrirtækja telja aðstæður í efnahagslífinu í dag almennt góðar eða 71% aðspurðra, um 20% telja aðstæður slæmar og vega þar þyngst fyrirtæki í sjávarútvegi. Aukinnar svartsýni virðist gæta hjá forráðamönnum fyrirtækja frá því síðasta könnun IMG Gallup var gerð í febrúar 2005 en þá töldu 16% aðspurðra að aðstæður myndur versna á næstu 6 mánuðum og þriðjungur að aðstæður myndu versna á næstu tólf mánuðum.

Greint er frá könnuninni í vefriti fjármálaráðuneytisins. Þar kemur fram að ef borin eru saman viðhorf forráðamanna mismunandi atvinnugreina er ljóst að forráðamenn í sjávarútvegi, flutninga- og ferðaþjónustu eru almennt svartsýnni en aðrir um horfur á næstu sex mánuðum en aftur á móti heldur bjartsýnni um horfur á næstu 12 mánuðum samanborið við aðrar atvinnugreinar.

Nú liggja fyrir niðurstöður úr nýrri könnun IMG Gallup um stöðu og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja (miðað við starfsmannafjölda) á Íslandi. Þessi könnun er samstarfsverkefni fjármálaráðuneytisins, eðlabanka Íslands og Samtaka atvinnulífsins. Könnunin var gerð fyrir tímabilið 30. september til 1. nóvember 2005 og var 391 fyrirtæki í endanlegu úrtaki. Svarhlutfall var 69%.

Forráðamenn fyrirtækjanna telja aðstæður í efnahagslífinu í dag almennt
góðar eða 71% aðspurðra, um 20% telja aðstæður slæmar og vega þar
þyngst fyrirtæki í sjávarútvegi. Þegar forráðamenn fyrirtækjanna eru
beðnir um mat sitt á stöðu efnahagsmála 6 mánuði fram í tímann telja
einungis 8% þeirra að aðstæður verði betri, 63% að aðstæður verði
óbreyttar og 29% að aðstæður verði verri. Þegar spurt er um aðstæður
tólf mánuði fram í tímann telur helmingur að aðstæður muni versna en
einungis 16% aðspurðra að aðstæður muni batna.