Hagvöxtur í Bandaríkjunum mældist 3% á á ársgrundvelli á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í endurskoðuðum gögnum frá viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna . Í tölum sem voru birtar þann 28. júlí síðastliðinn mældist hagvöxtur 2,6% á ársgrundvelli. Var hagvöxtur 0,4 prósentustigum hærri en fyrstu tölur gæfu til kynna.

Aukning í einkaneyslu var megindrifkraturinn á bak við vöxtinn á tímabilinu. Einkaneysla óx um 3,3% en fyrstu tölur sýndu 2,8% vöxt.

Samkvæmt endurskoðuðum gögnum var hagvöxtur á tímabilinu sá mesti á einum ársfjórðungi frá ári fyrsta ársfjórðungi 2015.