Ávöxtun þeirra 15 félaga sem eru skráð á Aðallista Kauphallarinnar hefur verið misjöfn það sem af er ári. Ávöxtun Nýherja er mest, eða 108,5%. Nýherji er hins vegar minnsta félagið með 4,2 milljarða króna markaðsvirði. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Ávöxtun hjá Marel, Össuri og N1 er yfir 30% það sem af er ári. Ávöxtunin er svo 27,8% hjá HB Granda og 19,2% hjá Icelandair. Icelandair, Marel, Össur og HB Grandi eru samtals um 67% af heildarmarkaðsvirði markaðarins. Tryggingarfélögin hafa frá ársbyrjun hafa hækkað lítið, að Sjóvá undanskildu sem hækkaði um 9,7%. Tilkynning um arðgreiðslu félagsins hafði jákvæð áhrif á gengi þess snemma á árinu. Gengi Haga og Eimskips hafa lækkað á árinu.