Af þeim fimm lífeyrissjóðum sem ákváðu að taka ekki þátt í útboði sjóðastýringarfélagsins Stefnis á hlutdeild í sjóðnum SRE III slhf. – eignarhaldsfélagi leigufélagsins Heimstaden – er Almenni lífeyrissjóðurinn langstærstur.

Framkvæmdastjóri sjóðsins, Gunnar Baldvinsson, segist vona að fjárfesting annarra lífeyrissjóða gangi vel og verði þeim til heilla. Almenni hafi hins vegar ákveðið að taka ekki þátt, en fyrir því hafi verið tvær meginástæður.

„Við erum í fyrsta lagi ekki sannfærð um arðsemi félagsins til framtíðar í samanburði við aðra fjárfestingarkosti. Ávöxtunarkrafa til leigufélaga er í mörgum tilvikum lægri en annarra rekstrarfélaga og svo er erfitt að byggja áætlanir um arðsemi til langs tíma á væntingum um viðvarandi hækkun á húsnæðisverði. Seinni ástæðan er áhættudreifingarsjónarmið en sjóðurinn hefur nú þegar nokkuð stóra stöðu gagnvart húsnæðismarkaðnum, meðal annars í gegnum sjóðfélagalán og sértryggð skuldabréf.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudag. Áskrifendur geta lesið greinina í heild hér.