Hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hreyfðust ekki samtaka í dag. Nasdaq-vísitalan tók á rás eftir að olíuverð tók að lækka eftir að nýtt verðmet var slegið fyrr um daginn. Daprar fregnir af húsnæðismarkaði hafði hins vegar þau áhrif að Dow Jones lokaði rauð í dag. CNN segir frá þessu í kvöld.

Dow Jones lækkaði um 0,4%, Nasdaq hækkaði um 0,7% og S&P 500 stóð meira og minna í stað.

Olíu- og orkuverð er nú lykilþáttur í verðmyndun flestra skráðra félaga og væntingum fjárfesta. Hækkandi orkuverð hefur jafnan slæm áhrif á gengi skráðra félaga – að olíuframleiðendum undanskildum. Jafnframt hefur lækkandi olíuverð jafnan áhrif til hækkunar á hlutabréfamarkaði.