© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)
Barney Frank, þingmaður demókrata í fulltrúadeildinni fyrir Massachusetts og formaður nefndar þingsins sem fjallar um fjármálastofnanir og fjármálaþjónustu hefur verið gagnrýndur fyrir að taka við styrkjum frá stjórnendum banka.

Frank lofaði í febrúar 2009 að taka ekki við styrkjum í kosningasjóð sinn frá bönkum sem þáðu aðstoð úr TARP sjóðnum (Troubled Asset Relief Program). Í febrúar sagði Frank

„Ég mun ekki taka við framlögum í kosningasjóð minn frá bönkum sem fengu aðstoð frá TARP sjóðnum, né mun ég taka við framlögum frá stjórnendum þeirra banka”*

Þrátt fyrir þetta loforð hefur Frank tekið við þúsundum dala í kosningasjóð sinn frá stjórnendum Bank of America, Citizens Bank, Wainwright Bank, JP Morgan Chase. Nema styrkirnir samtal um 40 þúsund dölum, eða sem nemur 4,4 milljónum króna.

Telja fréttarskýrendur þetta vera gert í mikilli örvæntingu þar sem Frank, sem hefur verið þingmaður í 30 ár og unnið kosningar örugglega, á í harðri baráttu um að halda sæti sínu.  Í síðustu þremur kosningum fékk Frank 68-78% atkvæða, en nú sýna kannanir að 49% kjósenda styðji hann.

______________

“I won’t take any PAC money from banks that took TARP funds, nor would I take it from the top executive.”