Einn stærsti banki Bandaríkjanna, Bank of America, hefur nú náð samkomulagi við bandarísk stjórnvöld um að endurgreiða 45 milljarða neyðarlán sem bankinn fékk á síðasta ári.

Að sögn Reuters fréttastofunnar hefur bankinn fengið leyfi yfirvalda til að greiða allt lánið, en sú heimild er veitt af bandaríska seðlabankanum hafi bankanum tekist að sýna fram á nógu góða stöðu til að reka sig óstuddur.

Eins og áður hefur verið fjallað um setti bandaríska ríkið upp 700 milljarða dala sjóð í fyrra til að veita bönkum, fjármálastofnunum og tryggingafélögum neyðarlán vegna lausafjárþurrðar.  Nánar má sjá um það í tengdum fréttum hér að neðan.