Í kjölfar útgáfu ákæra á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og fimm öðrum leitaði stjórn Baugs Group til enska lögfræðifyrirtækisins Capcon-Argen Limited, sem sérhæfir sig í hvers kyns rannsóknum á fyrirtækjum. Lögfræðingunum var fengið það verkefni að rannsaka ákæruatriðin til hlítar og vinna skýrslu fyrir félagið um málsatvik. "Var þeim veittur fullur aðgangur að málsskjölum, sakborningum, verjendum og starfsmönnum félagsins undanfarnar fimm vikur," segir í tilkynningu frá Baugi.

Stjórn Baugs Group hefur boðað til blaðamannafundar í fyrramáli þar sem efni skýrslunnar verður kynnt og fréttamönnum boðið að spyrja út í efni hennar.

Verjendur sakborninga verða jafnframt gestir á fundinum og verða til svara um atriði er varða íslenskt réttarfar.