Breska blaðið The Times greindi frá því á miðvikudaginn að hlutabréfaverð íþróttavöruverslunarkeðjunnar Sports Direct hafi hækkað lítillega í kjölfar orðróms um að Baugur væri að íhuga kaup á hlut í fyrirtækinu, en tekið var fram að fréttin væri byggð á getgátum.

Orðrómurinn kemur í kjölfar þess að nú standa vonir á ný til þess að Mike Ashley, stjórnarformaður og meirihlutaeigandi Sports Direct, muni íhuga að afskrá fyrirtækið, að því er kemur fram í fréttinni.
Þó svo að velta viðskiptanna með bréf Sports Direct á miðvikudag hafi verið undir meðallagi, tóku þó markaðsaðilar eftir því að fjöldi viðskipta var meira en helmingi meiri en í tveimur viðskiptadögunum á undan.

Sumir telja þó að þetta skýrist af þvi að Sports Direct hafi nýverið tekið inn í FTSE 250 vísitöluna, frekar en að sé verið að byggja upp eignarhluti. Þegar fréttin var birt hafði gengið hækkað um 0,5 pens og stóð í 206,5, en hefur haldið áfram að hækka síðan og stóð í 207,5 í gær.