Áfrýjunardómstóll á Ítalíu hefur sýknað Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra landsins, af ákærum um að hafa greitt fyrir kynmök með ólögráða vændiskonu og reynt að hylma yfir það.

Berlusconi var upphaflega gefið að sök að hafa greitt stúlkunni fyrir mök og að hafa misbeitt valdi sínu til að frelsa hana úr haldi lögreglu.

Berlusconi hafði áður hlotið sjö ára dóm vegna málsins á lægra dómsstigi og honum bannað ævilangt að vinna í stjórnmálum.

Breska dagblaðið Guardian fjallar um málið.