Sænska Kauphöllin, Nasdaq Stockholm, skráði á þriðjudag á markað skírteini sem nefnd eru Bitcoin Tracker One. Verðgildi þeirra er bundið við gengi bitcoin gagnvart Bandaríkjadal.

Útgefandi skírteinanna heitir XBT Provider, sem er félag í sænsku KnC Group samstæð- unni. KnC framleiðir meðal annars bitcoin-námuvélar, sem eru til dæmis notaðar í gagnaveri Verne Global í Reykjanesbæ.

„Við erum stolt að kynna fyrstu bitcoin skírteinin sem eru skráð á skipulegan verðbréfamarkað,“ er haft eftir Alexander Marsh, framkvæmdastjóra XBT Provider, í tilefni skráningarinnar. „Með því að bjóða upp á auðvelda og örugga leið til að fjárfesta í bitcoin erum við búin að ryðja úr vegi hindrunum sem hafa komið í veg fyrir að einstaklingar og fyrirtæki gætu fjárfest í því sem við teljum vera framtíðina í peningum,“ bætir hann við.

Bitcoin fæst nú fyrir sænskar krónur

„Skírteinin voru skráð á Nasdaq Stockholm á þriðjudag og ganga kaupum og sölum fyrir sænskar krónur,“ segir Magnus Billing, forstjóri sænsku kauphallarinnar, í samtali við Viðskiptablaðið.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .