Á fundi stjórnar Lífeyrisjóðs verkfræðinga 30. apríl var samþykkt ný verkaskipting stjórnar. Bjarki A. Brynjarsson sem kjörinn var af sjóðsfélögum í stjórn sjóðsins á síðasta aðalfundi var einróma valinn formaður.  Kristján M. Ólafsson er nýr varaformaður og Birna Pála Kristinsdóttir var endurkjörin formaður endurskoðunarnefndar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá lífeyrissjóðnum.

Á fundinum var einnig samþykkt að boða til sjóðsfélagafundar föstudaginn 21. maí. Þar mun fráfarandi formaður Sigurður Áss Grétarsson  fjalla um afskriftir og eignasafn sjóðsins og aðgerðir sem gripið var til í tengslum við hrunið. Nýr formaður og framkvæmdastjóri munu síðangrein fyrir tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins, endurskoðuðum eigna- og áh ættustýringarreglum og framtíðarstefnu nýrrar stjórnar.

Í fréttatilkynningunni kemur fram að Bjarki A. Brynjarsson er fæddur 29. Janúar 1966. Hann lauk Cand. Scient prófi í rafmagnsverkfræði við Háskóla Íslands 1990 og Ph.D. námi í verkfræði við Norwegian Institute of Technology árið 1995. Bjarki er löggiltur verðbréfamiðlari. Hann starfar nú sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar hjá Askar Capital en áður hefur hann m.a. verið forseti Tækni- og verkfræðideildar Háskólans í Reykjavík, framkvæmdastjóri hjá Nýherja og Klaki og verið forstöðumaður hjá Kaupþingi.