Bruno Le Marie fjármálaráðherra Frakklands segist vera bjartsýn um að Grikkir nái samningum við evrópska lánaveitendur sína um endurnýjun á lánum til gríska ríkisins. Þetta sagði hann eftir fund sem hann átti með Alexis Tsipras forsætisráðherra Grikklands.

„Ég vildi leggja áherslu á það að við erum að gera allt sem í okkar valdi stendur auk annara ríkja innan evrusvæðisins í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og stjórnvöld í Grikklandi. Ég er bjartsýn, ég held við séum ekki langt frá því að ná samkomulagi" sagði hann við fjölmiðlamenn fyrr í dag.

„Vegna þess hve nálægt við erum því að ná samkomulagi ættum við að gera okkar allra besta á næstu tveimur dögum til þess að ryðja veginn fyrir samninginn". Sagði Le Marie og hrósaði grískum stjórnvöldum fyrir þær umbætur sem gerðar

Gríska þingið samþykkti síðastliðin föstudag umbætur í ríkisfjármálum landsins, sem lánveitendur ríkisins höfðu krafist að færu í gegn ef skuldaaflétting landsins ætti að eiga sér stað. Skuldaafléttingin er Grikkjum mikilvæg en landið þarf á auknum lánveitingum að halda ætli ríkið sér að geta greitt af lánum sem falla í gjalddaga í júlí.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna munu hittast í Lúxemborg á fimmtudaginn þar sem þeir munu ræða stöðuna á umbótum í Grikklandi auk aðgerða til að vinna á skuldavanda ríkisins sem er um 180% af vergri landsframleiðslu Grikklands.