Hagnaður belgíska bjórframleiðandans Inbev jókst um 34% á þriðja ársfjórðungi, segir í frétt Dow Jones.

InBev er stærsti bjórframleiðandi heims og framleiðir meðal annars Stella Artois, Becks og Leffe.

Hagnaður fyrirtækisins nam 479 milljónum evra (41,6 milljörðum króna) á þriðja ársfjórðungi, samanborið við 358 milljónir evra á sama tímabili í fyrra (31 milljarðar króna).

Mikil söluaukning varð í Suður-Ameríku og Austur-Evrópu, en samdráttur í sölu í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu, en heildarsalan jókst um 4,6%.