Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, veitti Rebekuh Brooks, fyrrverandi ritstjóra hjá News Corp., ráðgjöf vegna símahlerunarhneykslisins sex dögum áður en hún var handtekin.

Í réttarhöldum yfir Brooks í dag kom fram að Brooks hefði talað við fyrrverandi forsætisráðherra um ráðgjöf. Greint var frá tölvupósti sem Brooks sendi James Murdoch þar sem fram kom að Blair væri reiðubúinn til að veita henni, James Murdoch og Rubert föður hans ráðgjöf.

Á vefsíðu BBC kemur fram að Brooks sendi tölvupóstinn mánudaginn 11. júlí 2011, daginn eftir að síðasta tölublað News of the World kom út.