Endurskoðendaskrifstofunni PricewaterhouseWater hefur verið falið að annast mögulega sölu á öllu hlutafé í flugfélaginu Bluebird Cargo. Miðengi, dótturfélag Íslandsbanka, hefur átt flugfélagið um nokkurt skeið.

Bluebird Cargo sérhæfir sig í flugfrakt og blautleigu flugvéla til flutningamiðlara um allan heim, þó einkum í Evrópu.

Fram kemur í tilkynningu að söluferlið er öllum þeim opið sem uppfylla skilyrði þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, hafa þekkingu og reynslu til að takast á við jafnsérhæfðan rekstur og alþjóðleg starfsemi Bluebird Cargo. Þeir verða að geta sýnt fram á eiginfjárstöðu upp á hálfan milljarð króna.

FL Group eignaðist Bluebird árið 2005 og var það hluti af Icelandair Group. Íslandsbanki og skilanefnd Glitnis eignuðust félagið í nóvember árið 2010.