Bluebird Cargo hefur gert samstarfssamning við Emirates Sky Cargo um flugfrakt milli Íslands og yfir hundrað borga um allan heim. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Þar segir að samningurinn geri Bluebird Cargo kleift að bjóða íslenskum inn-og útflytjendum að tengjast flugneti Emirates Sky Cargo í Dublin á Írlandi, en Bluebird flýgur þangað hvern virkan dag.  Emirates Sky Cargo, sem er frakthluti Emirates flugfélagsins, flýgur til 144 áfangastaða í 81 landi um tengiflugvöll sinn í Dubai. Emirates flýgur tvisvar á dag á milli Dublin og Dubai á Boeing 777 breiðþotu.

„Þetta nýja samkomulag gerir okkur kleift að bjóða íslenskum inn-og útflytjendum alveg nýja flutningsmöguleika á hagstæðum kjörum, þar sem varan kemst hratt og örugglega á milli og hægt er að tryggja góða vörumeðhöndlun alla leið,“ segir Magnús H. Magnússon, sölustjóri Blubird Cargo.