Einkaneysla í Bandaríkjunum dróst saman um 1% í desember en þetta er þá sjötti mánuðurinn í röð sem einkaneysla dregst saman vestanhafs.

Greiningaraðilar á vegum Bloomberg fréttaveitunnar höfðu gert ráð fyrir 0.9% samdrætti í einkaneyslu og er þetta því lítillega yfir spá þeirra.

Þá drógust tekjur landsmanna saman um 0,2% en gert hafði verið ráð fyrir 0,4% samdrætti á tekjum.

Einkaneysla jókst því ekki um nema 3,6% á síðasta ári sem er minnsta aukning einkaneyslu í tæp 50 ára eða frá árinu 1961.

Þá jukust tekjur Bandaríkjamanna um 3,7% sem er það minnsta frá árinu 2003.

Hins vegar jókst sparnaður Bandaríkjamanna um 3,6% í desember sem er nokkuð umfram það sem greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.

Í síðustu greindi viðskiptaráðuneyti Bandaríkjanna frá því að hagvöxtur hefði verið neikvæður u m 3,8% á síðasta ársfjórðungi 2008. Tölur um einkaneyslu voru reiknaðar inn í þær tölur þó þær hafi ekki verið opinbera enn þannig að þær hafa lítil áhrif  haft á markaði í dag.