Verð á íbúðahúsnæði í Bandaríkjunum féll verulega nú í nóvember. Um er að ræða endursöluverð íbúðarhúsnæðis, þ.e. verð á notuðu húsnæði en ekki nýbyggðu. Verð á íbúðarhúsnæði féll að miðgildi um 13% í 181.300 dali, sem er líklega mesta verðlækkun síðan í Kreppunni miklu, að því er Bloomberg hefur eftir aðalhagfræði landssamtaka fasteignasala, Lawrence Yum.