Hagnaður bókaforlagsins BF útgáfu nam 6,5 milljónum króna á síðasta ári. Hagnaðurinn var 864 þúsund krónur árið á undan.

Bókaútgáfan er í eigu Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, og Aldar, ehf. Öld er í eigu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar.

Eignir félagsins nema um 55 milljónum króna. Stærsta eignin er viðskiptakröfur, en þær nema 34 milljónum króna. Þá nemur eignarhlutur í öðrum félögum 7,6 milljónum.

Eigið fé félagsins nemur 28,3 milljónum króna og skuldir 27,1 milljón.

Í ársreikningi sem var sendur Ársreikningaskrá í síðustu viku kemur fram að Hannes Hólmsteinn Gissurarson er eini stjórnarmaður fyrirtækisins. Jónas Sigurgeirsson er framkvæmdastjóri.