Nú hafa um 1.200 ferðamenn bóka gistingu á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík um jólin. Er það svipaður fjöldi og hefur verið síðustu 2 árin samkvæmt upplýsingum Samtaka ferðaþjónustunnar. Þá hafa um 3.400 gestir verið bókaðir á hótelum og gistiheimilum í Reykjavík um áramótin.

Er þetta heldur fleira gestir en áður hafa verið bókaðir um áramót. Búist er við að eitthvað geti bæst í þennan hóp þar sem bókunartíminn styttist sífellt.

Þá munu samkvæmt upplýsingum SF fjölmargir erlendir ferðamenn dvelja  hér milli jóla og nýárs án þess þó að dvelja yfir hátíðadagana sjálfa. Ferðamennirnir koma mjög víða að en fjölmennastir eru Bretar, Norðurlandabúar, Japanir, Þjóðverjar og Bandaríkjamenn. Munu þeir geta nýtt sér fjölbreyttar dagsferðir frá Reykjavík alla hátíðadagana og ýmsa aðra afþreyingu.