Breska olíufélagið BP hefur nú lokað fyrir tvær stórar olíu- og gasleiðslur félagsins sem liggja í gegnum Kaspíarhafið og Georgíu vegna átakanna sem átt hafa sér stað þar síðustu daga.

Fréttavefur Reuters greinir frá þessu en haft er eftir talsmanni félagsins að leiðslurnar hafi ekki skemmst í átökunum en yfirvöld í Georgíu sökuðu rússneska herinn um að sprengja upp olíuleiðslur í morgun en yfirvöld í Moskvu hafa neitað þeim ásökunum.

„Við höfum látið athuga leiðslurnar og það er ekkert sem bendir til þess að þær séu skemmdar,“ segir talsmaður BP í samtali við Reuters.

Lokunin mun þó hafa talsverð áhrif á birgðastöðu BP en í síðustu viku skemmdist ein af leiðslum félagsins í Kaspíarhafinu í eldsvoða en leiðslan liggur til Tyrklands. Það hefur leitt til þess að félagið framleiðir aðeins um 250 þúsund tunnur á dag úr þeirri leiðslu en framleiddi áður 850 þúsund tunnur á dag að sögn Reuters.

The closure further limits BP's export options from the land-locked Caspian Sea after a fire damaged last week its key link to Turkey, Baku-Ceyhan, forcing to cut output from offshore Azeri fields to 250,000 barrels per day from 850,000 bpd.

Sú leiðsla er önnur þeirra sem lokað var fyrir í dag en stór hluti hennar liggur í gegnum Georgíu.

Þá liggur gasleiðsla félagsins sem liggur úr Shah Deniz héraðinu við Kaspíarhaf, í gegnum Georgíu og til Tyrklands. Leiðslan er neðanjarðar en vopnuð átök hafa farið fram á svæðinu sem hún liggur um síðustu daga.

„Af varúðarástæðum lokum við leiðslunum,“ hefur Reuters eftir talsmanni BP. Hún segir að verði leiðslurnar fyrir hnjaski vegna átakanna í Georgíu geti skaðinn orðið mun meiri ef þær eru í notkun.