Credit Suisse birti ársreikning eftir lokun markaða í gær og kemur þar fram að tap bankans á fjórða ársfjórðungi í fyrra var það mesta á einum ársfjórðungi í sjö ár, eða árinu 2008 þegar alþjóðlega fjármálakreppan lék bankann grátt.

Tap bankans nam 5,8 milljörðum svissneskra franka, eða 738 milljörðum króna. Ári áður var hagnaður bankans tæpir 88 milljarðar króna. Félagið afskrifaði mikið af viðskiptavild og tók til hliðar fjármuni vegna málsókna sem í gangi eru gegn bankanum. Vegna tapsins hefur bankinn hraðað niðurskurðaaðgerðum, en þær fela m.a. í sér uppsagnir á 4.000 starfsmönnum.

Hlutabréf í bankanum hafa fallið um 12,16% þegar þetta er skrifað. Á síðastliðnu ári hafa bréf bankans fallið um 27,78%.