Gengi breska Sterlingspundsins virðist hafa náð einhverskonar tímabundnu jafnvægi ef marka má sérfræðinga Bloomberg fréttaveitunnar.

Pundið, sem hefur verið í frjálsu falli í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu, styrktist nokkuð á dögunum þegar Seðlabanki Bretlands frestaði aðgerðum til að styðja við gjaldeyrinn. Þá telja þeir einnig að skipan Theresu May sem forsætisráðherra hafi skipt sköpum, enda dró þar um leið úr áhyggjum um lanvarandi pólitíska óvissu í landinu. Um er að ræða mestu styrkingu Pundsins í fjóra mánuði.

Þrátt fyrir það er ljóst ástandið er enn viðkvæmt og hefur Seðlabankinn gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann muni að öllum líkindum aðeins fresta hvata aðgerðum sínum fram í næsta mánuð. Pundið er enn 11% veikara gagnvart Bandaríkjadollara en það var þegar kjörstaðir lokuðu þann 24. júní síðastliðinn.