Time Warner, stærsta fjölmiðlafyrirtæki heims, hefur tilnefnt Jeff Bewkes sem forstjóra. Yfirstjórn fyrirtækisins hefur sætt endurskipulagningu og mun Don Logan, sem hefur verið yfir fjölmiðla- og fjarskiptahluta þess, hætta störfum og verða óvirkur stjórnarmaður.

Þetta var tilkynnt á öðrum degi stjórnarfundar, sem efnt var til vegna sívaxandi þrýstings frá hópi óánægðra hluthafa. Fyrir þeim hópi hefur farið milljarðamæringurinn Carl Icahn, sem hefur talað fyrir því að fyrirtækinu yrði skipt upp.

Í gær, á fyrsta degi fundarins, sagði Richard Parsons, æðsti maður Time Warner, að nýtilkomið samstarf við Google væri lykillinn að því að ?fullnýta möguleika? netdeildar fyrirtækisins, AOL.