Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank, reynir nú að selja eignastýr­ingararm samstæðunnar, hvort heldur sem er í einu lagi eða í pörtum.

Eignir í stýringu í arminum eru alls um 400 milljarðar evra, en Bloomberg hefur eftir heimildar­ mönnum sínum að Deutsche búist jafnvel við því að fá undir fjóra milljarða evra fyrir hann.

Ein ástæðan fyrir sölunni er sú að eftirlitsaðilar hafa gert kröfu um hærra eiginfjárhlutfall hjá evr­ópskum bönkum og er eignasalan hugsuð sem liður í að ná því marki.