„Það var búið að taka í kringum tíu milljarða í húsið þegar framkvæmdir stöðvuðust og það var síðan afskrifað. Þegar framkvæmdir fóru aftur í gang var áætlaða að það kostaði 14,5 milljarða að klára það og sú tala hefur staðið hingað til en framreiknuð með vísitölu," segir Pétur J. Eiríksson stjórnarformaður Portusar, sem er eigandi tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu. Hann segir að áætlaður framreiknaður kostnaður við byggingu hússins sé nú 17,5 milljarðar króna. Það er fyrir utan afskrifuðu tíu milljarðana.

í Sjónvarpinu sl. sunnudag sagði Pétur m.a. um opinberan kostnað vegna hússins:

„Þetta hús verður sjálfbært. Það er okkar verkefni að reka þetta hús með sjálfbærum hætti, þannig að tekjur hússins munu og eiga að duga til að greiða niður lán af byggingunni og það á að greiða niður allan rekstarkostnað. Þannig að það er ekki meiningin að þetta hús verði á húninum hjá ríkisstjórninni til þess að betla peninga einu sinni á ári."

Þess má geta að samningur sem ríki og borg gerðu um fjármögnun hússins og greint var frá í fyrravor gerði ráð fyrir að árlegur sameiginlegur kostnaður ríkis og borgar (Austurhafnar-TR) myndi nema 808 milljónum króna á ári í 35 ár. Samtals gerir það um 28,3 milljarða króna - af opinberu fé.

Sjá nánar í sérblaðinu Ráðstefnur sem fylgir Viðskiptablaðinu í dag.