Töluverð umframeftirspurn hefur verið eftir skrifstofuhúsnæði það sem af er ári, en búist er við að á komandi ári verði umframframboð, enda tugir þúsunda fermetra í byggingu.

Á undangengnum árum hafa íslensku fasteignafélögin stækkað gífurlega mikið og fara Stoðir þar fremst í flokki. Eignasafn Stoða sem var metið á um 20 milljarða fyrir fjórum árum er nú metið á um 100 milljarða og er félagið langsamlega stærst fasteignafélaga hérlendis. Hin fasteignafélögin hafa mörg hver bætt við eignasafn sitt svo um munar. Töluverð umframeftirspurn hefur verið eftir atvinnuhúsnæði undanfarin misseri, sérstaklega stóru skrifstofuhúsnæði og eru nú margir tugir þúsunda fermetra skrifstofuhúsnæðis í byggingu til að koma á móts við þörfina. Nýtingarhlutfall eigna fasteignafélaganna er með því besta sem gerist, á bilinu 98 til 99% en þar sem töluvert af stærra skrifstofu- og þjónustuhúsnæði verður tekið í notkun á fyrri hluta næsta árs má reikna með að umframframboð verði af slíku húsnæði þegar líður á árið.

Ítarleg úttekt er á fasteignafélögunum í Viðskiptablaðinu í dag.