Björn Þórir Sigurðsson, eða „Bússi" gengur til liðs við Fasteignasölu Reykjavíkur en hann er margreyndur stjórnandi úr fjölmiðla- og framleiðsluheiminum.

Bússi eins og hann er oftast kallaður gegndi áður starfi framleiðandi hjá RVK Studios fyrirtæki Baltasar Kormáks. Þar á undan framleiddi hann tvær þáttaraðir af Latabæ fyrir Turner Broadcasting.

Hann stýrði sölu og marksviði Árvakurs, var Sjónvarpsstjóri SkjásEins, Dagskrárstjóri Stöðvar 2, stýrði uppbyggingu Popp Tíví og FM957. Björn hefur setið í stjórnum þó nokkura félaga bæði hérlendis og erlendis.

Nú söðlar Björn Þórir um og tekur við sem framkvæmdastjóri og einn eigandi Fasteignasölu Reykjavíkur.

„Það er mikill fengur að fá Bússa til starfa enda öflugur og dugmikil stjórnandi með mikla reynslu af uppbyggingu öflugra fyrirtækja,“ segir Brynjólfur Smári Þorkelsson einn af eigendum Fasteignasölu Reykjavikur.