Stjórn Byrs sparisjóðs mun leggja það til á stofnfjárfundi hinn 27. ágúst nk. að rekstrarformi sjóðsins verði breytt yfir í hlutafélag. Ragnar Zophonías Guðjónsson sparisjóðsstjóri gerir ráð fyrir að fundarboð verði sent út tíu dögum fyrir fundinn.

Samkvæmt lögum þurfa að minnsta kosti 2/3 stofnfjáreigenda að samþykkja umræddar breytingar. Tillaga um breytingu á rekstrarformi verður eina málið á dagskrá fundarins.

Eins og fram hefur komið í Viðskiptablaðinu ákvað stjórn Byrs formlega, fyrr í sumar, að stefna að hlutafélagavæðingu. Áður hafði verið gerði úttekt á kostum þess og göllum. Nefnd stjórnar undir forystu Jóns Kr. Sólness komst að þeirri niðurstöður að kostirnir væru fleiri en gallarnir.