Stjórnendur 500 starfsmanna ráðgjafarfyrirtækisins Capacent eru á mikilli vegferð og stefna að því að tvöfalda, jafnvel þrefalda, umfang fyrirtækisins á skömmum tíma með það fyrir augum að verða stórt fyrirtæki á sínum markaði, en horft er til Norðurlandanna og Norður-Evrópu. Auk þess er litið til skráningar á hlutabréfamarkað á Norðurlöndunum innan einhverra ára til þess að gefa hluthöfum færi á útgönguleið þegar fram líða stundir, að sögn Hrannars Hólm, framkvæmdastjóra viðskiptaþróunar Capacent. Hluthafar félagsins eru allmargir, meðal annars í kjölfar sameininga við sjö fyrirtæki á þremur árum.

Skref í átt til þess að ná vaxtarmarkmiðum var að kaupa meirihluta í sænska fyrirtækinu Capto Financial Consulting. Það er með 50 starfsmenn og veltir um 90 milljónum sænskra króna (1,2 milljarðar króna). Kaupverð fæst ekki uppgefið.

Í kjölfar þessarar sameiningar er velta Capacent um 7,5 milljarðar króna, sögn Hrannars. Hann segir öll félög sem Capacent sameinist í góðum rekstri. Stefna Capacent er að staðbundið eignarhald á rekstrarfélögum nemi um 30%, til þess að tvinna saman hagsmuni hluthafa fyrirtækisins og stjórnenda.

_______________________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .